Færsluflokkur: Bloggar
3.8.2006 | 19:00
Enn um átökin í Ísrael og Lýbanon
Nú hafa átökin milli Ísraela og Líbanon staðið í tæpan mánuð og kostað tæpæega þúsund manns lífið, voðalega er ég hræddur um að ansi hátt hlutfall látinna séu saklausir borgarar, konur og börn, og talið er að enn séu margir sem ennþá eru grafnir í rústum hinna fjölmörgu húsa sem skemd hafa verið og bæja sem lagðr hafa verið í rúst.
Enn hafa tilraunir til að koma á friði milli stríðandi fylginga engann árangur borið og er ekki einu sinni hægt að fá menn til að hætta að skjóta svo hægt sé að koma þeim sem sárt eiga að binda til hjálpar, slasaðir og svangir hafast fyrir í tjöldum og rústum húsa og lítið virðist vera hægt að gera til að hjálpa þeim, þó svo að meðlimir Rauða Krossins séu að reyna eins og þeir geta.
Þjóðir heimsins hafa að mínu mati ekki verið nógu duglegar að fordæma þessar aðgerðir, þó svo að nú sé kanski eitthvað vonandi að gerast. Engum ætti að koma á óvart að Bandaríki Norður Ameríku styðja Ísraela heilshugar þar sem þeir halda fram að þarna sé verið að berjast við hriðjuverkamenn. En það sem að vekur upp ennþá meiri reiði hjá mér er að á sama tíma og herinn á Keflvíkurflugvelli er að pakka saman og yfirgefa okkur að því sem virðist fyrirvaralaust þá hafa stjórnendur þessa lands ekki manndóm í sér að lýsa því yfir að þessum morðum á saklausum borgurum, sama hvort að um sé að ræða Líbani og Ísraela, verði að linna. Ætla stjórnvöld aldrei að læra, við skráðum okkur á lista "staðfastra þjóða" og studdum hernað í Afganistan og Írak í von um að herinn myndi vera hérna aðeins lengur er sjáum hvað við höfðum upp úr því. Held ég að þetta sé í fyrsta og vonandi í síðasta skipti sem ég of Steingrímur J sá ágæti maður séum sammála. NÚ ER NÓG KOMIÐ!!!!
Að lokum vill ég óska landsmönnum góðrar Verslunnarmannarhelgar og vona að þeir sem að sitja í utanríkismálanefnd Alþingis hugsi til slasaðra og deyjandi íbúa þessara stríðshrjáðulanda meðan þeir eru í miljóna sumarbústöðunum sínum greilli nautasteik og drekki koniak á eftir.
Tillaga um að krefja Ísraela um vopnahlé ekki samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2006 | 13:48
Takk Noregur!
Íslendingar fengu ekki sæti í rútum Norðmanna frá Beirút | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.7.2006 | 21:53
Eðlilegur fylgifiskur 21.aldarinnar?
Nú ríkir allt að því stríðsástand fyrir botni miðjarðarhafs og eru ekki miklar líkur á að að leysist á næstunni, frekar en síðustu ár.
Í kvöldfréttum bæði RÚV og NFS var sagt frá þremur Íslendingum sem staddir eru í Beirut rétt við flugvöllinn sem sprengdur hefur verið í dag. Sem betur fer hafa þeir sloppið heilir enn þó svo að hótelið sem þeir búa á sé aðeins örfáa kílometra frá sprengjusvæðinu, og vona ég að þeir nái að komast heim heilir á höldnu.
En því miður er alltaf mannfall í svona átökum og eru börn og aðrir saklausir borgarar stærstur hluti fallinna, fólk sem hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð, fólk sem er bara að reyna að fá að lifa sínu lífi á eðlilegann máta.
Sem betur fer hafa þjóðhöfðingjar margra landa fordæmt þessar árásir en það eru samt alltaf til svartir sauðir sem ekki eru alveg á sömu nótum og aðrir. Þar á ég auðvitað um hinn mikla forseta banaríkjanna George W. Bush. Hann sagði á blaðamannafundi að svona mannfall væri, eðlilegur fylgifiskur 21.aldar og í baráttunni við hryðjuverk og hryðjuverkamenn. Auðvitað eru til vondir karlar í ýmsum löndum og sjðálfur fyllist ég mikilli skelfingu og reiði þegar ég sé fréttir um árásir eins og þær sem gerðar voru á London fyrir rétt rúmu ári síðan og á Mumbai á Indlandi núna á mánudaginn. En það sama gerist þegar ég sé myndir af limlestum eða látnum börnum eða börnum sem syrgja látna foreldra sína.
Það að ríkisstjórnir og ráðamenn landa geti fyrirskipað og rökstutt morð á saklausu fólki fæ ég bara alls ekki skilið. Fyrir mér er aldrei hægt að réttlæta morð, hvað þá með morði.
Bandaríkjamenn stöðva ályktun um árásir Ísraelsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2006 | 00:22
Vangaveltur um úrslit HM og enskalandsliðið.
Jæja þá er HM langt komin og útlit fyrir æsispennandi 8 liða úrslit. Leikur Þjóðverja og Argentínu í dag var hin mesta skemmtun þó svo að fyrri hálfleikur hafi verið frakar þunnur. Með þessu held ég að Þjóverjar séu komnir með aðra löppina og þrjár tær í úrslitin því að ég persónulega held að þeir eigi eftir að valt yfir vælukjóana frá Ítalíu. En svo er það spurning hverjum þeir mæta í úrslitunum. Það er eitthvað sem segir mér að það ráðist í leik Frakka og Brasilíu því að ég held að Portugal sé ekki að fara gera neina stóra hluti þó svo að ég voni innilega að þeir vinni England stórt á morgun.
Enskalandsliðið fer alveg einstaklega mikið í taugarnar á mér, sérstaklega vegna þess að íþróttafréttamenn Sýnar snobba svo mikið fyrir enskaliðinu. Það virðist vera alveg sama hvernig þeir leika og hvað þeir gera þá lækkar liðið aldrei í áliti. Það er meira segja svo slæmt að þeir tala um Peter Crauts(veit ekki hvernig það er skrifað) sem stórann og stæilegann, eru þeir ekki að horfa á sömu leiki og við hann er langur og mjór og að mér finst getur voðalega lítið. Það þarf einhver bara að koma því inn í hausinn á fólki að ENGLAND GETUR EKKI NEITT!!!!!!
Mín spá er sú að Þýskaland og Frakkland mætist í úrslitum.
Það yrði magnað.
Ég legg til að lokum að Íslendingar taki sig saman og sendi ensku bullunum nokkrar kippur af bjór svo að þeir geti drekkt sorgum sínum eftir leikinn á morgun.
Argentínumenn féllu úr keppni eftir vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2006 | 00:04
Ætli þeir hafi verið þunnir daginn eftir?
Englendingar að klára bjórinn í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2006 | 21:23
Tími til kominn.
Alþingi okkar Íslendinga notaði síðasta dag fyrir sumarfrí viturlega og kom til móts við kröfur björgunnarsveita landsins um að fá að kaupa litaða oliu og þurfa ekki að borga kílometragjald.
Ég þekki svolítið til björgunnarsveita starfssins þar sem ég starfaði sjálur í lítilli sveit og sat í stjórn í tvö ár og veit því hvað þetta starf gengur út á og hver allur sá kostnaður er sem allt of sjaldan er minst á. Kostnaður við að reka svona batterí er gríðarlegur þó svo að enginn þiggi laun fyrir vinnu sína þó svo að hún geti á köflum verið stórhættuleg.
Þó svo að að hér hafi verið stigið stórt skref í að hjálpa björgunnarsveitunnum, og mega stjórnendur landsins gefa hvor öðrum gott klapp á bakið fyrir það, þá er þetta vonandi aðeins byrjunin næstu skref er að lækka skatta á bílum og stærri tækjum og auknar fjárveitingar til Landsbjargar til að geta gert þetta öfluga og óeigingjarna sjálfboðaliðastarf sem ekki þekkist annarsstaðar í heiminum enn öflugara.
p.s. hverjum kom svo á óvart að Pétur Blöndal skyldi vera sá eini sem greiddi atkvæði á móti. Ég held að það ætti bara að taka hann og setja hann í gám og senda hann til Noregs!
Komið til móts við sjónarmið björgunarsveita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2006 | 17:43
Dauðadómur Séð og Heyrt
Í dag hlýtur að teljast sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðla og íslenska neytendur, í dag var fyrirverandi "ritstjóri" DV ráðinn sem ritstjóri Séð og Heyrt. Mikael er eins og allir ættu að muna var látinn hætta störfum(rekinn eins og það er kallað í sveitinni) hjá DV eftir að hafa birt mynd af meintum barnaníðing sem leiddi til þess að sá hinn sami svipti sig lífi án þess að fram færi rannsókn á sekt eða sakleysi sakborningsins, og er ég ekki að reyna að halda fram að hann hafi verið sekur eða saklaus heldur að benda á að það kom aldrei í ljós þökk sé "Mikka" og félögum.
Eftir allt sem gengið hefur á með Mikael og DV getur maður ekki annað en hugsað út í hvað gerist með Séð og Heyrt, verður það áfram bara slúðurblað sem flytur okkur fréttir af stjórnunum og fína fólkinu eða á Mikael eftir að ráða Eirik Jónsson og allt gengið af DV, sem var sagt upp á dögunum þegar DV var breytt í helgarblað, og halda áfram að flytja okkur fréttir sem engum kemur við og halda áfram taka fólk af lífi án dóms og laga?
Ég persónulega er mjög hræddur um að nú sé hafin stutt en sársaukafull banalega Séð og Heyrt.
Mikael Torfason ráðinn ritstjóri Séð og heyrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2006 | 21:12
Vegna slysins um borð í Akureyrinni
Eins og komið hefur fram í fréttum í dag þá fórust tveir menn í hörmulegu slysi um borð í Akureyrinni í dag.
Það er erfitt að hugsa sér hvernig öðrum skipverjum í áhöfnni og auðvitað fjölskyldum þeirra líður í kvöld og á eftir að líða næstu daga og vikur. Vill ég að þessu tilefni votta aðstandendum þeirra látnu og fjölskyldum allra skipverja mína innilegustu samúðarkveðjur og segja að hugur minn dvelur hjá þeim.
Tveir sjómenn fórust þegar eldur kviknaði í Akureyrinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2006 | 22:23
GARÐKLIPPUR???!!!!!!
Hvað er að gerst á Íslandi í dag eru menn að gleyma sér í einhverjum "sopranos" leik. Hversu "sick" eru menn orðnir í hausnum þegar menn eru farnir að nota stórtæk garðverkfæri til að misþyrma mönnum. Hvað þarf maður að gera öðrum til að eiga það skilið að missa framan af putta? Er þetta virkilega raunveruleikinn í dag?
Ég hef kynst dimmuhliðum litla landsins okkar, fyrir nokkrum árum reyndar, en þá var hættulegast vopnið sem maður sá var hafnaboltakylfur og annað því um líkt. Garðverkfæri voru eitthvað sem að átti heima uppi inn í bílskúr hjá pabba.
Og hvað er hægt að gera við svona menn, það er ágætt að það sé búið að finna þá og loka þá inni í bili. En hvað heldur það lengi, fá þeir ekki bara bara högg á höndina. Það er alveg ljóst og að það þarf að þyngja dóma í svona ofbeldismálum. Þann 24 maí s.l. var maður dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi og að greiða 700000 kr í miskabætur fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sýna með felgulykli. Ástæðan fyrir því að dómurinn var ekki þyngri var að : "að felgulykillinn væri hvorki eggvopn né af teljandi þyngd og ekki lægju fyrir sérfræðileg gögn um hættuna" og að: "Maðurinn var ákærður fyrir manndrápstilraun en Hæstiréttur taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að verða konunni að bana með árás sinni." og einnig að: "Ennfremur væri ósannað að hann hefði áður hótað að vinna konunni mein og þá yrðu ekki dregnar haldbærar ályktanir um ásetning hans af háttalagi hans nóttina fyrir árásina eða í framhaldi af henni." En HALLÓ! hann fór í bílinn sinn og náði í lykilinn, fór svo heim til konunnar og barði hana margsinnis í höfuðið!! Er ég sá eini sem að ´se eitthvað athuga vert við þetta allt saman?
Það er alveg ljóst að eitthvað þarf að gerast annars munum við búa í þjóðfélagi þar sem engin mun þora út úr húsi og glæpamenn ráða öllu.
tilvitnanir fengnar úr frétt á mbl.is þann 24.05.2006
Gæsluvarðhalds krafist til 6. júní yfir þremur árásarmönnum á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2006 | 18:32
Kommar en ekki hommar?
Leit aðeins á þáttinn 6til7 á Skjáeinum í gær, þar voru Felix og Guðrún að skoða skondnar myndir sem þau höfðu fundið í fjölmiðlum þann daginn. Þar sýndu þau meðal annars mynd af frambjóðendum Samfylkingarinnar var sem þeir voru mættir upp í Blóðbanka að gefa blóð(með rauða skikkju á öxunum af einhverri ástæðu). En þá kom Felix sem staðreyndi sem að mér þótti frekar sláandi; hommar meiga ekki gefa blóð. Bíddu er ekki árið 2006 hjá þessu fólki, er ekki búið að viðurkenna tilveru rétt samkynhneigðra á Íslandi? En afhverju hommar? Meiga aðrir minnhlutahópar gefa blóð t.d. svartir, múslimar, feministar og KR-ingar? Þetta held ég að sé viðhorf sem að þurfi að breyta hjá stjótnendum Blóðbankans og ekki seinna en fyrir tíu árum.
En svo að það komi fram þá vill ég kvetja alla sem geta að gefa blóð. Og til að losna við kjánaleg komment þá vill ég taka fram að sjálfur er ég ekki samkynhnegður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)