Enn um átökin í Ísrael og Lýbanon

Nú hafa átökin milli Ísraela og Líbanon staðið í tæpan mánuð og kostað tæpæega þúsund manns lífið, voðalega er ég hræddur um að ansi hátt hlutfall látinna séu saklausir borgarar, konur og börn, og talið er að enn séu margir sem ennþá eru grafnir í rústum hinna fjölmörgu húsa sem skemd hafa verið og bæja sem lagðr hafa verið í rúst.

Enn hafa tilraunir til að koma á friði milli stríðandi fylginga engann árangur borið og er ekki einu sinni hægt að fá menn til að hætta að skjóta svo hægt sé að koma þeim sem sárt eiga að binda til hjálpar, slasaðir og svangir hafast fyrir í tjöldum og rústum húsa og lítið virðist vera hægt að gera til að hjálpa þeim, þó svo að meðlimir Rauða Krossins séu að reyna eins og þeir geta.

Þjóðir heimsins hafa að mínu mati ekki verið nógu duglegar að fordæma þessar aðgerðir, þó svo að nú sé kanski eitthvað vonandi að gerast.  Engum ætti að koma á óvart að Bandaríki Norður Ameríku styðja Ísraela heilshugar þar sem þeir halda fram að þarna sé verið að berjast við hriðjuverkamenn.  En það sem að vekur upp ennþá meiri reiði hjá mér er að á sama tíma og herinn á Keflvíkurflugvelli er að pakka saman og yfirgefa okkur að því sem virðist fyrirvaralaust þá hafa stjórnendur þessa lands ekki manndóm í sér að lýsa því yfir að þessum morðum á saklausum borgurum, sama hvort að um sé að ræða Líbani og Ísraela, verði að linna.  Ætla stjórnvöld aldrei að læra, við skráðum okkur á lista "staðfastra þjóða" og studdum hernað í Afganistan og Írak í von um að herinn myndi vera hérna aðeins lengur er sjáum hvað við höfðum upp úr því.  Held ég að þetta sé í fyrsta og vonandi í síðasta skipti sem ég of Steingrímur J sá ágæti maður séum sammála.  NÚ ER NÓG KOMIÐ!!!!

Að lokum vill ég óska landsmönnum góðrar Verslunnarmannarhelgar og vona að þeir sem að sitja í utanríkismálanefnd Alþingis hugsi til slasaðra og deyjandi íbúa þessara stríðshrjáðulanda meðan þeir eru í miljóna sumarbústöðunum sínum greilli nautasteik og drekki koniak á eftir.    


mbl.is Tillaga um að krefja Ísraela um vopnahlé ekki samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband