Færsluflokkur: Bloggar

47 miljónir?!

 

Silvía Nótt ásamt Pepe og Romario á sviðinu í Aþenu.

Jæja þá er það komið á hreint, kostnaðurinn við þáttöku okkar í Eurovision er ekki nema litlar 47 milljónir, hvað er það miðað við útkomuna.  Það kostar sitt að gera heila þjóð að athlægi.

 En 47 miljónir finst mér svolítið mikið, ætlið það væri ekki hægt að reka lítinn grunn eða leikskóla í eina önn eða svo.  

En það sem er búið er búið og verður ekki lagað úr þessu og ekkert að gera nema læra af þessu og næst þá skulum við senda drengjakór MÍ!!

Nú skulum við bara gleyma þessu öllu saman, ég ætla allaveganna að gera það  og lofa því hér með að minnast ekki einu orði á "Silviu" eða Eurovision aftur á þessari síðu í allaveganna 10 mánuði eða þangað til maður getur hneikslast á næsta framlagi Íslands. 

mynd fengin af mbl.is 


mbl.is Kostnaður RÚV umfram tekjur vegna Eurovision var 47 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða nótt Silvia.

æja þá er þessi eurovision-vitleysa búin, allir ættu að vera að vera sáttir við úrslitin,  allaveganna er ég mjög sáttur, hélt með Finnum frá því að ég heyrði þetta lag fyrst.  Það sem fólk ætti hins vegar ekki að vera sátt við er framkoma Águstu Evu aka Silvia "Night" eftir keppnina.  Ég veit að þetta var allt leikið og allt það en það eru til takmörk fyrir öllu, ég var allan tíman á móti "Silviu" en gat samt hlegið að henni á köflum, en þegar ég heyrði að hún hefði hrækt og öskrað á fréttamenn var hlátur mjög langt frá huga mínum.  Svo stiplaði hún sig rækilega út úr keppninni þegar að hún sakaði hina sænsku  Carolu um að hafa sofið hjá framkvæmtarstjóra keppninnar og þannig komist í úrslit á kostnað Íslands.

 Tran silvía nísk Nótt - eftirmæli - mynd

Nú ættum við að gleyma Silviu og leyfa Águstu Evu að koma heim og hvíla sig, réttast væri að láta hana sviðsetja andlát "Silviu" á hótelherbergi sínu í Aþenu.  Þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af henni meir, svona svipað og Elvis gerði hér um árið.

En það er greinilegt að nú þarf RUV að hugs sinn gang því að við sendu litla sæta ofdekraða gelgju og verðum að athlægi fyrir framan margar miljónir manna (kanski var það ætlunin en öllu má nú ofgera).  Á meðan senda Finnar miðaldra karla á grímubúningum og slá öll met.  Kanski við ætum bara að senda Megas og Súkkat á næst ári eða bara að spara þessar miljónir og bara að láta okkur nægja að sitja heima og horfa bara á úrslitin í beinni.  Við komumst hvort sem er aldrei alla leið! 

Mynd fengin af mbl.is


mbl.is Silvía Nótt endaði í 13. sæti í forkeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Jæja

Jæja gott fólk þá er sumarfríið búið mjög fínt, át og drakk svo mikið að bakið gaf sig.  En ég notaði tíman meðal annars til að ákveða hvað ég vill gera með þessa blogsíðu og ákvað að skrifa ekki um sjálan mig og hvað er að gerast hjá mér heldur frekar að skrifa um það sem mér finst að betur mætti fara í heiminum og aðrar þess háttar pælingar, sumir gætu kallað það nöldur og tuð.  Kanski ég kalli síðuna það bara.  En þá sem langar til að vita hvað sé að gerast merkilegt hjá mér er bent á síðuna hennar Hörpu minnar: http://slagharpa.blogspot.com/.

Takk fyrir 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband