Tími til kominn.

Alþingi okkar Íslendinga notaði síðasta dag fyrir sumarfrí viturlega og kom til móts við kröfur björgunnarsveita landsins um að fá að kaupa litaða oliu og þurfa ekki að borga kílometragjald.

Ég þekki svolítið til björgunnarsveita starfssins þar sem ég starfaði sjálur í lítilli sveit og sat í stjórn í tvö ár og veit því hvað þetta starf gengur út á og hver allur sá kostnaður er sem allt of sjaldan er minst á.  Kostnaður við að reka svona batterí er gríðarlegur þó svo að enginn þiggi laun fyrir vinnu sína þó svo að hún geti á köflum verið stórhættuleg.

Þó svo að að hér hafi verið stigið stórt skref í að hjálpa björgunnarsveitunnum, og mega stjórnendur landsins gefa hvor öðrum gott klapp á bakið fyrir það, þá er þetta vonandi aðeins byrjunin næstu skref er að lækka skatta á bílum og stærri tækjum og auknar fjárveitingar til Landsbjargar til að geta gert þetta öfluga og óeigingjarna sjálfboðaliðastarf sem ekki þekkist annarsstaðar í heiminum enn öflugara.

p.s. hverjum kom svo á óvart að Pétur Blöndal skyldi vera sá eini sem greiddi atkvæði á móti.  Ég held að það ætti bara að taka hann og setja hann í gám og senda hann til Noregs!


mbl.is Komið til móts við sjónarmið björgunarsveita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heir Heir...

GIR (IP-tala skráð) 10.6.2006 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband