Takk Noregur!

Fallega gert af "frændum" okkar Norðmönnum að brjóta samkomuleg sem virðist hafa verið gert milli sendiráða landanna.  Að skilja eftir fjölskyldu með ungabarn á átakasvæði þar sem saklausir borgarar eru drepnir fynst mér jaðra við hryðjuverk.  Nú er komið að því sem við hefðum átt að gera fyrir mörum árum að segja upp stjórnmálasambandi við Noreg, og hætta að finna vinabæji í Noregi, hætta að þiggja Osloartréð og veiða alla síldina SJÁLFIR!!!!!
mbl.is Íslendingar fengu ekki sæti í rútum Norðmanna frá Beirút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég biðja um rökstuðning við hryðjuverkastimplinum?

Helgi E. Eyjólfsson (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 13:59

2 identicon

þú getur ekki álasað þeim fyrir að reyna að koma þeirra eigin fólki út fyrst, við hefðum gert það sama.
Það kæmi mér mjög á óvart ef þeir sem stýrðu rútunum hefðu heyrt um þetta samkomulag og því gerðu þeir bara það sem þeim fannst þeir þurfa að gera til að koma þeirra fólki í burtu.

Ingimar B. Sverrisson (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 14:12

3 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Ég get nú ekki verið svona reiður við vini okkar Norðmenn, það hafa augljóslega einhver mistök átt sér stað sem ég skil mjög vel að geti gerst á stríðssvæði. Norðmenn hafa aðstoðað okkur áður og þeir munu án vafa gera það aftur.

Líbanon, þá sérstaklega höfuðborg þess Beirut, er í dag stríðssvæði undir árás Ísraela. Þeim er líklegast eitthvað illa við tilraunir Líbana við að mynda stöðugt ríki. Með miklu hernaðarafli er lítið mál fyrir þá að rústa þessari smáþjóð og drepa tugir, hundruðir og jafnvel þúsundir manna, kvenna og barna. Það yrði ekki í fyrsta skipti. Hvernig getum við, friðsæla þjóðin, ekki fordæmt þessi morð?

Ómar Kjartan Yasin, 16.7.2006 kl. 18:36

4 identicon

Er í lagi með Valgeði ætlar að senda 400 manna vél fyrir norðmennina sem tóku ekki íslendingana .Held að frúinn ætti að hugsa sín mál í pólitík .Hvað ætli kosti að senda vélina út og okkar menn enn úti.

margret (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 22:43

5 identicon

Þetta er alltaf skemmtileg lesning: http://en.wikipedia.org/wiki/UN_Security_Council_Resolution_242

Amen með síldina!

Hibz (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband