1.7.2006 | 00:22
Vangaveltur um úrslit HM og enskalandsliðið.
Jæja þá er HM langt komin og útlit fyrir æsispennandi 8 liða úrslit. Leikur Þjóðverja og Argentínu í dag var hin mesta skemmtun þó svo að fyrri hálfleikur hafi verið frakar þunnur. Með þessu held ég að Þjóverjar séu komnir með aðra löppina og þrjár tær í úrslitin því að ég persónulega held að þeir eigi eftir að valt yfir vælukjóana frá Ítalíu. En svo er það spurning hverjum þeir mæta í úrslitunum. Það er eitthvað sem segir mér að það ráðist í leik Frakka og Brasilíu því að ég held að Portugal sé ekki að fara gera neina stóra hluti þó svo að ég voni innilega að þeir vinni England stórt á morgun.
Enskalandsliðið fer alveg einstaklega mikið í taugarnar á mér, sérstaklega vegna þess að íþróttafréttamenn Sýnar snobba svo mikið fyrir enskaliðinu. Það virðist vera alveg sama hvernig þeir leika og hvað þeir gera þá lækkar liðið aldrei í áliti. Það er meira segja svo slæmt að þeir tala um Peter Crauts(veit ekki hvernig það er skrifað) sem stórann og stæilegann, eru þeir ekki að horfa á sömu leiki og við hann er langur og mjór og að mér finst getur voðalega lítið. Það þarf einhver bara að koma því inn í hausinn á fólki að ENGLAND GETUR EKKI NEITT!!!!!!
Mín spá er sú að Þýskaland og Frakkland mætist í úrslitum.
Það yrði magnað.
Ég legg til að lokum að Íslendingar taki sig saman og sendi ensku bullunum nokkrar kippur af bjór svo að þeir geti drekkt sorgum sínum eftir leikinn á morgun.
Argentínumenn féllu úr keppni eftir vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja... ekkert að gerast á síðunni. Er þér orðið sama um öll áhyggjuefni samtímans Hlynur, eða hvað er að gerast.....
Gummi (IP-tala skráð) 9.7.2006 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.