Dauðadómur Séð og Heyrt

Í dag hlýtur að teljast sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðla og íslenska neytendur, í dag var fyrirverandi "ritstjóri" DV ráðinn sem ritstjóri Séð og Heyrt.  Mikael er eins og allir ættu að muna var látinn hætta störfum(rekinn eins og það er kallað í sveitinni) hjá DV eftir að hafa birt mynd af meintum barnaníðing sem leiddi til þess að sá hinn sami svipti sig lífi án þess að fram færi rannsókn á sekt eða sakleysi sakborningsins, og er ég ekki að reyna að halda fram að hann hafi verið sekur eða saklaus heldur að benda á að það kom aldrei í ljós þökk sé "Mikka" og félögum.

Eftir allt sem gengið hefur á með Mikael og DV getur maður ekki annað en hugsað út í hvað gerist með Séð og Heyrt, verður það áfram bara slúðurblað sem flytur okkur fréttir af stjórnunum og fína fólkinu eða á Mikael eftir að ráða Eirik Jónsson og allt gengið af DV, sem var sagt upp á dögunum þegar DV var breytt í helgarblað, og halda áfram að flytja okkur fréttir sem engum kemur við og halda áfram taka fólk af lífi án dóms og laga?

Ég persónulega er mjög hræddur um að nú sé hafin stutt en sársaukafull banalega Séð og Heyrt.

 


mbl.is Mikael Torfason ráðinn ritstjóri Séð og heyrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

ég er ekkert hrædd, Séð og heyrt má alveg deyja út.

kveðja

Harpa

Hlynur Kristjánsson, 1.6.2006 kl. 18:12

2 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Pff.. Séð og Heyrt er nú ekki merkilegur bleðill fyrir.. sé eginlega ekki frammá hvernig hann getur nokkurnveginn fokkað þessu upp :)

Ólafur N. Sigurðsson, 2.6.2006 kl. 04:02

3 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

Ég er alveg sammála Séð og heyrt er ekki merkilegur bleðill, en það sem er merkilegt er að Mikael Torfason skuli yfir höfuð fá vinnu sem ritstjóri eða bara blaðamaður ef út í það er farið.

Hlynur Kristjánsson, 2.6.2006 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband