Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2007 | 21:09
Good bye, cruel world.
Ljósin slokkna og tjaldið fellur niður.
Klukkan 21:08 20.06.07 var þessi bloggsíða úrskurðuð látin.
Verið þið sæl kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 22:35
Vestfjarðaskýrsla og olíuhreinsunnarstöð
Nú hefur nefnd um að gerðir til að sporna við slæmu útliti í atvinnumálum Vestfjarða skilað skýrslu sinni. Við fyrstu yfirferð virðist bara nokkuð vel að verki staðið, þarna er komið með raunhæfar og vel framkvæmannlegar lausnir.
Síðan skýrslan kom út hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar notað hvert tækifæri til að tala illa um efni þessara skýrslu án þess að nokkur þeirra hafi komið með betri lausn, eða einhverjar hugmyndir að lausnum ef út í það er farið. Mig langar til að vita vill fólk meira en þetta, þarna er farið út í flest það sem hægt er að gera til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða miðað við aðra landshluta, og hvernig væri þá að heyra eitthvað betra frá þeim, og ég vona að það verði farið eftir þessari skýrslu og að hún týnist ekki í kosningaslagnum og sérstaklega ekki í einhverri ómálefnalegri kosningabaráttu vinstrimanna.
Og þá komum við að Olíuhreinsunnarstöðinni margum töluðu. Hana hafa þeir sömu og segja að engar lausnir sé að finna á skýrslunni sagt ekki verið mjög ánægðir með það og að henni eigi að hafna nokkurn veginn á nokkurar umræðu. Það þykir mér vera undarleg rök, því að eitthvað fyrirtæki sem getur veitt 500 manns atvinnu er eithvað sem að þarf að taka til alvarlegrar athugunnar og alls ekki má taka einhverjar fljótfærnis ákvarðanir, því að þarna erum við ekki bara að tala um 500 störf heldur verða margfeldi áhrifin gríðarleg og það þarf ekki flókna reikniformúlu til að finna það út en þá það mikla að ég ætla ekki að fara í hana hér.(þeir sem ekki kveikja á því sem ég er að tala um geta haft samband og ég skal útskýra fyirr þeim á mjög aðveldan hátt).
En þó að ég sé ekki á móti þessari olíuhreinsunnarstöð er ég ekki að segja að það eigi að byrja á henni á morgun. Enn eru línur að skýrast og enn á sennilega mikið eftir að koma í ljós en mér finnst samt að það megi samt skoða þetta af mikilli alvöru og ég fagna því sem Halldór Halldórsson segir um að það eigi að fela þessa ákvörðun í hendurnar á fólkinu sjálfu og að það verði farið í miklar kynningar á þessu máli.
Eins og ég sagði í upphafi þá lýst mér ágætlaega á það sem fram kemur í þessari skýrslu og vona að hún komi til framkvæmdar. En eitt er alveg ljóst að frumkvæðið verður að koma innan frá, frá fólkinu sjálu sem býr fyrir vestan og langar til að búa þarna, þarna býr gott og dugmikið fólk sem vill búa þarna og það er í því sem að "töfralausnirna" eru. Það þýðir ekki alltaf að setjast niður og biðja aðra um að gera allt fyrir sig og fá allt á silfurfati upp í hendurnar, þær hugmyndir sem að koma fram hjá nefndinni ættu að geta ýtt undir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 00:27
Kosningafundur á RUV.
Í kvöld var haldinn kosningafundur í beinni á ruv sem haldinn var í íþróttahúsinu á Ísafirði. Þar var rætt um samgöngumál og sjávarútveg, ég reyndar náði bara að horfa á hlutann um samgöngumálin.
Ljóst er að samgöngur verða alltaf mikið ágreiningsefni og erfitt verður að ná sáttum í þessum málum, gott dæmi um það er flugvöllurinn í Reykjavík en það er svo erfitt meðferðar að þriðji stærsti flokkur landsins treysti sér ekki til að fjalla um hann á ný afstöðnu landsþingi sínu. Á fundinum var auðvitað flugvöllurinn ræddur og allir sammála um það sem samþykkt var í samgöngunefnd á landþingi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi að flýta beri að reisa samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll, enda er flugvöllurinn ekki að fara fyrr en eftir mörg ár.
Einnig var eins og oft vill verða að þeir sem lengi hafa verið í minnihluta komu fram með stórar yfirlýsingar sem síðan þegar betur var að gáð ekki mikið á bak við. Hápunktur kvöldsins var klárlega þegar formaður hins nýja stjórnmálaafls Ísalandshreyfingarinnar-græns framboðs kom með þá tillögu að það ætti að bora göngu yfir á Barðaströnd og reisa þar alþjóðaflugvöll því það væri það sem að vantaði á Vestfirði. Það er góð ástæða fyrir því Ómar minn og hún er einfaldlega sú að það er ekki pláss fyrir stórann flugvöll á Vestfjörðum. það er of mikið af fjöllum og þröngum fjörðum. Ég myndi vilja heyra í hvað myndi heyrast í farþegum um borð í 747 þotu í aðflugi miðað við það sem að heyrist í fokkernum í aðflugi á Ísafjarðarflugvöll. Og svo þegar Ómar var spurður nánar út í hvað þetta myndi kosta var svarið einfalt: "Ég veit það ekki , ég er ekki búinn að athuga það." Er þetta málið, að koma fram með hugmyndir sem hljóma geðveikt vel en svo þegar á hólminn komið er ekkert á bak við þær.
Einnig fanst mér skrítið þegar fyrrverandi fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjastjórn Ísafirði kom upp og var með fyrirspurn til samgönguráðherra og þegar hún var búinn að því þá sagði að Vestfirðingar vonuðust ekki til að hann yrði næsti samgönguráðherra. Nú spyr ég: Hver gaf henni umboð til að tala fyrir mína hönd? Ég man ekki eftir að hafa leyft það. Svo yfirlýsingar eru lýsandi fyrir þann "málflutning" sem að Samfylkingin hefur haldið uppi og er það alveg ljóst að Samfylkingin ætlar að fara í sama sandkassaleikinn og Í-listinn stóð fyrir í síðustu bæjarstjórnarkosningum, maður skildi nú kanski ætla að þau hefðu nú kanski lært eitthvað af þeim mistökum. Um Sturlu hef ég það hef ég það að segja að hann hefur minn stuðning sem ráðherra á næsta kjörtímabili.
Bloggar | Breytt 22.4.2007 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 21:37
37. Landsþing sjálfstæðisflokksins.
Í dag lauk 37. Landsþingi Sjálfstæðisflokksins og var umgjörð þess öll hin glæsilegasta. Jafnframt var þetta mitt fyrsta þing, og þrátt fyrir flensu þá náði ég að taka þátt í nefndastörfum af fullum krafti og var samgöngunefnd fyrir valinu, enda er staðsetning flugvallarins mér mikið hjartansmál. Mörg mál voru á borði þessarar nefndar og ekki voru menn alltaf sammála en alltaf var hægt að komast að niðurstöðu sem flestir voru sáttir við og gengu menn ánægðir frá störfum.
Í dag var kosið um formann, varaformann og í miðstjórn. Sennilega voru mestu tíðindin voru sterkstaða kvenna í miðstjórnarkjörinu en 8 af 11 sem náðu kjöri voru konur sem hljóta að vera nokkur tíðindi fyrir "karlaflokkinn" eins og einhverjir hafa viljað kalla flokkinn. Minni tíðindi urðu í kjöri um formennina enda bauð enginn sig fram gegn sitjandi forystu enda gott fólk þar á ferð. Held ég reyndar að betri leiðtoga en Geir sé erfitt að finna hvorki hérlendis né annarsstaðar, og ekki er varaformaðurinn af verri endanum og saman mynda þau sterka forystu sem að ég held að muni leiða þjóðina áfram í rétta átt.
Að lokum vil ég fá að þakka fyrir þetta einstaka tækifæri sem það er að fá að taka þátt í svona starfi og vona að mér veitist sá heiður aftur á næsta þingi. Einnig vill ég fá að þakka öllu því góða fólki sem að var með mér í nefndinn fyrir góða og málefnalega umræðu.
Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 20:29
Sólstafir.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 17:01
Æ, til hvers?
Þá er það orðið ljóst Ómar ennætlar að reyna að komast á þing og gera landið enn grænna, og hefur hann með sér hana Margréti Sverris sem að sagði skilið við Frjálslinda, eða var það öfugt? og Stuðmanninn Jakop Frímann.
Allt hljómar mjög vel og allir sætir og fínir og ætla sér stóra hluti í vor, en er í alvöru þörf fyrir einn svona flokk enn sem fljótt á litið ekki hafa neitt annað hlutverk en að fella sitjandi stjórn og vera á móti. Persónulega er ég ekki mjög hræddur við þetta nýja afl á miðjunni held reyndar að þetta eigi eftir að styrkja Sjálfstæðisflokkinn því að ég held að þeir eigi bara eftir að tína atkvæði frá hinum litlu flokkunum.
Ég heyrði endann á vitali sem Ómar og Margrét voru í á Rás 2. Þar kepptust þau við að grípa frammi fyrir hvort öðru og tala um hvað þau væru frábær(sem þau eru eflaust) og segja frá því hvað ríkisstjórnin hefði verið dugleg að ljúga að okkur, um Kárahnúka, Írak og "umhverfisvænar" virkjanir á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi. Allt gott og blessað e er fólk ekkert orðið þreytt á umræðu um Kárahnjúk og Írak, verður þetta veruleikinn sem blasir við ef Íslandshreyfingin kemst til valda?
En samt þá óska ég Íslandshreyfingunni (grænt framboð) góðs gengis í komandi kosningum. Ekki veitir af því. En æ til hvers?
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.3.2007 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 21:33
Þið eruð samt bestir!!!
Jæja þá er draumurinn um heimsmeistaratitilinn úti, eftir einn magnaðasta handboltaleik Íslandssögunnar. Eftir sitjum við með sért ennið, kökk í hálsinum og tárin í augunum eftir að hafa rétt tapað fyrir "frændum okkar" Dönum. Hvað getur maður sagt eftir svona leik annað en : Strákar, takk fyrir frábæra skemmtun síðustu vikurnar, rosalegann leik í kvöld og þið hafið alltaf og verðið alltaf BESTIR!!!!!
Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2007 | 23:12
Ný síða hjá Slökkviliði Ísafjarðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2006 | 14:29
Hugleiðingar um dauða Saddam
Jæja þá er búið hengja Saddam, og eru skiptar skoðanir um aftökuna. Síðast þegar ég gáði þá var árið 2007 að fara að byrja á mánudaginn, verður það ár henginga, verða hengingar í sjónvarpi eitthvað sem heimsbygðin ætlar að sameinast um að horfa á. Er þetta í alvöru rétta leiðin til að stuðla að frið og lýðræði í heiminum?
En af hverju Saddam af hverju núna, ég er ekki að reyna að halda því fram að hann hafi verið góður kall hann drap saklausa borgara með gasi ogöðrum viðbjóði, en hvað var það sem gerði hann svona sérstakann, var það olían sem finst kanski í Írak eða var það skeggið? Ég get ekki séð hvað réttlætir þessa hengingu. Afhverju var hann ekki bara setturí stofufangelsi eins og Augusto Pinochet og hann myrti 3000 og limlesti og pyntaði 30000 og hann dó nú bara í sjúrkarúmi.
Fyrst við hengdum Saddam eigum við þá ekki að ganga alla leið og fara bara að drekkja fólki í drekkingarhyl. Nei nú er nóg komið rísum við upp og mótmælum öll.
Að lokumvill ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, og munið að kaupa flugeldana hjá Landsbjörg.
Skiptar skoðanir um aftöku Saddams Hussein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2006 | 17:31
1. Des
Fyrsti dagur desember mánaðar er merkilegur dagur í Íslandssögunni, þennan dag fengum við Íslendingar fullveldi frá Dönum. Þrátt fyrir að þetta sé stór dagur þá er honum ekki gert mjög hátt undir höfði á almanakinu, bara venjulegur dagur.
Ég held að það ætti að vera eitt af málunum sem alþingi rekur í gegnum þingið áður en það fer í sitt ágætis jólafrí sé að gera 1.des að rauðum degi og almennan frídag. Það þarf hvort sem er fleiri rauða daga í dagatalið.
p.s. fyrst að við erum að tala um rauða daga þá vil ég minna fólk á daga rauða nefsins til styrktar UNICEF.
Stúdentar héldu upp á fullveldisdaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)