Vestfjarðaskýrsla og olíuhreinsunnarstöð

Nú hefur nefnd um að gerðir til að sporna við slæmu útliti í atvinnumálum Vestfjarða skilað skýrslu sinni.  Við fyrstu yfirferð virðist bara nokkuð vel að verki staðið, þarna er komið með raunhæfar og vel framkvæmannlegar lausnir.

Síðan skýrslan kom út hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar notað hvert tækifæri til að tala illa um efni þessara skýrslu án þess að nokkur þeirra hafi komið með betri lausn, eða einhverjar hugmyndir að lausnum ef út í það er farið.  Mig langar til að vita vill fólk meira en þetta, þarna er farið út í flest það sem hægt er að gera til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða miðað við aðra landshluta, og hvernig væri þá að heyra eitthvað betra frá þeim, og ég vona að það verði farið eftir þessari skýrslu og að hún týnist ekki í kosningaslagnum og sérstaklega ekki í einhverri ómálefnalegri kosningabaráttu vinstrimanna.  

Og þá komum við að Olíuhreinsunnarstöðinni margum töluðu.  Hana hafa þeir sömu og segja að engar lausnir sé að finna á skýrslunni sagt ekki verið mjög ánægðir með það og að henni eigi að hafna nokkurn veginn á nokkurar umræðu.  Það þykir mér vera undarleg rök, því að eitthvað fyrirtæki sem getur veitt 500 manns atvinnu er eithvað sem að þarf að taka til alvarlegrar athugunnar og alls ekki má taka einhverjar fljótfærnis ákvarðanir, því að þarna erum við ekki bara að tala um 500 störf heldur verða margfeldi áhrifin gríðarleg og það þarf ekki flókna reikniformúlu til að finna það út en þá það mikla að ég ætla ekki að fara í hana hér.(þeir sem ekki kveikja á því sem ég er að tala um geta haft samband og ég skal útskýra fyirr þeim á mjög aðveldan hátt). 

En þó að ég sé ekki á móti þessari olíuhreinsunnarstöð er ég ekki að segja að það eigi að byrja á henni á morgun.  Enn eru línur að skýrast og enn á sennilega mikið eftir að koma í ljós en mér finnst samt að það megi samt skoða þetta af mikilli alvöru og ég fagna því sem Halldór Halldórsson segir um að það eigi að fela þessa ákvörðun í hendurnar á fólkinu sjálfu og að það verði farið í miklar kynningar á þessu máli.

Eins og ég sagði í upphafi þá lýst mér ágætlaega á það sem fram kemur í þessari skýrslu og vona að hún komi til framkvæmdar.  En eitt er alveg ljóst að frumkvæðið verður að koma innan frá, frá fólkinu sjálu sem býr fyrir vestan og langar til að búa þarna, þarna býr gott og dugmikið fólk sem vill búa þarna og það er í því sem að "töfralausnirna" eru.  Það þýðir ekki alltaf að setjast niður og biðja aðra um að gera allt fyrir sig og fá allt á silfurfati upp í hendurnar, þær hugmyndir sem að koma fram hjá nefndinni ættu að geta ýtt undir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Olíuhreinsunarstöðina á að skoða með opnum huga. Hér eru hvorki meir
né minna en 500 störf í boði + 200 sem hafa óbeina vinnu af slíkri
starfsemi. Af þessum 500 störfum eru 20% af háskólamenntuðum toga.
Engar virkjanir þarf að virkja og mengun sögð í lágmarki.  Ef þetta yrði að
veruleika yrði þetta meiriháttar ,,vítamínssprauta" fyrir vestfirskt samfélag,
enda TÍMI TIL KOMINN.

Það er áhyggjuefni að afturhaldsöfl eins og Vinstri-grænir skulu fyrirfram
hafna að skoða slíkt mál.  Skil ALLS EKKI í stór auknu fylgi  VG í NV-kjördæmi
skv skoðanakönnunum. Vestfirðingar hjóta alla vega að HAFNA slíku
sósíaiisku afturhaldi í komandi kosningum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2007 kl. 11:52

2 identicon

Sæll Hlynur,

Sá þessa færslu hjá þér um olíhreinsunarstöðina. Satt að segja er ég stórundrandi á því að fólk sem býr á vestfjörðum almennt skuli ekki vera byrjað að grafa grunninn strax fyrir þessa hreisnistöð. það er löngu tímabært láta hendur standa fram úr ermum og snúa vörn í sókn fyrir vestfirðinga! Það verða allir að fara að átta sig á því að ef sama þróun heldur áfram í fólksflótta frá svæðinu á næstu 10-20 árum þá erum við hreinlega að tala um að svæðið verði ein stór sumarbústaða byggð og þá á ég við allan kjálkann. Fyrir þessa færslu mína hér þá rýndi ég í íbúatölur á vestfjörðum og ég verð að segja að mér hreinlega krossbrá að sjá hve fáir virkilega búa þarna orðið: Tálknafjörður, Tálknafjarðarhreppi 274, Bíldudalur, Vesturbyggð 183, Krossholt, Vesturbyggð 15, Þingeyri, Ísafjarðarbæ 320, Flateyri, Ísafjarðarbæ 337, Suðureyri, Ísafjarðarbæ 299, Bolungarvík 902, Ísafjörður, Ísafjarðarbæ 2.734, Hnífsdalur, Ísafjarðarbæ 255, Súðavík, Súðavíkurhreppi 194, Drangsnes, Kaldrananeshreppi 65, Hólmavík, Strandabyggð 385, Borðeyri, Bæjarhreppi 27, Reykhólar, Reykhólahreppi 119, Patreksfjörður, Vesturbyggð 638, Strjálbýli á Vestfjörðum 714. Alls: 7461 (ég er etv að gleyma einhverjum smærri bæjum). það búa fleiri við götna Hraunbæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík en á öllum Vestfjörðunum!!!!!!!!!!

Ef eitthvað verður ekki gert núna strax þá er íslenska þjóðin og þjóðarbúið allt í vondum málum því ef við leyfum því að gerast að láta þennan landshluta fara í eyði þá erum við að tala um stórslys og hamfarir. Öll verðmætin sem eru þarna svo sem vegagerð, skólar, leikskólar, pósthús, opinberar byggingar, fasteignir einstaklinga hafnarmannvirki, sjúkrahús, flugvellir osfrv verður afskrifað af efnahagsreikningi þjóðarinnar! tugir milljarða fara í vaskinn... en það þarf ekki að vera þannig! sjáum uppbygginguna fyrir austan. þangað er fólk að flytjast aftur sem þar bjó áður og verið er að byggja upp margvíslega þjónustu fyrir fólkið sem aftur á móti dregur að sér fleira fólk og skapar fleiri störf. Ef olíuhreisnistöðin verður byggð og 500störf skapast í kringum hana, þá getum við hæglega reiknað með því að 1000-1500störf skapist í þjónustu geiranum, verslun og aukningu í umsvifum hins opinbera eins og sést fyrir austan þar sem verið er að stofna fyrsta atvinnu slökkvuliðið á svæðinu sem verður stór eflt og vel tækjum búið. Þessi uppbygging mun einnig réttlæta frekari jarðgangnagerð og bættari samgöngur. Í allri uppbyggingunni mun einnig vera pláss og þjónusta fyrir þverhausana sem eru á móti öllu því þeir munu einnig njóta góðs af og geta haldi áfram væli sínu um fjallagrös og að lifa á loftinu! 

 Vestfirðingar, rísið upp, grípið tækifærið og snúið vonlausri stöðu afturhaldsaflana upp í stórsókn og blómlega byggð!

 Kveðja að sunnan

Eyjólfur V Ingólfsson

Eyjólfur V Ingólfsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband