Kosningafundur á RUV.

Í kvöld var haldinn kosningafundur í beinni á ruv sem haldinn var í íþróttahúsinu á Ísafirði.  Þar var rætt um samgöngumál og sjávarútveg, ég reyndar náði bara að horfa á hlutann um samgöngumálin. 

 Ljóst er að samgöngur verða alltaf mikið ágreiningsefni og erfitt verður að ná sáttum í þessum málum, gott dæmi um það er flugvöllurinn í Reykjavík en það er svo erfitt meðferðar að þriðji stærsti flokkur landsins treysti sér ekki til að fjalla um hann á ný afstöðnu landsþingi sínu.  Á fundinum var auðvitað flugvöllurinn ræddur og allir sammála um það sem samþykkt var í samgöngunefnd á landþingi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi að flýta beri að reisa samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll, enda er flugvöllurinn ekki að fara fyrr en eftir mörg ár.

Einnig var eins og oft vill verða að þeir sem lengi hafa verið í minnihluta komu fram með stórar yfirlýsingar sem síðan þegar betur var að gáð ekki mikið á bak við.  Hápunktur kvöldsins var klárlega þegar formaður hins nýja stjórnmálaafls Ísalandshreyfingarinnar-græns framboðs kom með þá tillögu að það ætti að bora göngu yfir á Barðaströnd og reisa þar alþjóðaflugvöll því það væri það sem að vantaði á Vestfirði.  Það er góð ástæða fyrir því Ómar minn og hún er einfaldlega sú að það er ekki pláss fyrir stórann flugvöll á Vestfjörðum. það er of mikið af fjöllum og þröngum fjörðum.  Ég myndi vilja heyra í hvað myndi heyrast í farþegum um borð í 747 þotu í aðflugi miðað við það sem að heyrist í fokkernum í aðflugi á Ísafjarðarflugvöll.  Og svo þegar Ómar var spurður nánar út í hvað þetta myndi kosta var svarið einfalt:  "Ég veit það ekki , ég er ekki búinn að athuga það."  Er þetta málið, að koma fram með hugmyndir sem hljóma geðveikt vel en svo þegar á hólminn komið er ekkert á bak við þær.

 Einnig fanst mér skrítið þegar fyrrverandi fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjastjórn Ísafirði kom upp og var með fyrirspurn til samgönguráðherra og þegar hún var búinn að því þá sagði að Vestfirðingar vonuðust ekki til að hann yrði næsti samgönguráðherra.  Nú spyr ég:  Hver gaf henni umboð til að tala fyrir mína hönd?  Ég man ekki eftir að hafa leyft það.  Svo yfirlýsingar eru lýsandi fyrir þann "málflutning" sem að Samfylkingin hefur haldið uppi og er það alveg ljóst að Samfylkingin ætlar að fara í sama sandkassaleikinn og Í-listinn stóð fyrir í síðustu bæjarstjórnarkosningum, maður skildi nú kanski ætla að þau hefðu nú kanski lært eitthvað af þeim mistökum.  Um Sturlu hef ég það hef ég það að segja að hann hefur minn stuðning sem ráðherra á næsta kjörtímabili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

ÉG veit ekki hvað það kostar og ....það verður að forgangsraða en ég veit ekki hvernig er það sem situr eftir hjá mér...hálf sorglegt að horfa á.

Gleðilegt sumar bloggvinur

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.4.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband