37. Landsþing sjálfstæðisflokksins.

Í dag lauk 37. Landsþingi Sjálfstæðisflokksins og var umgjörð þess öll hin glæsilegasta.  Jafnframt var þetta mitt fyrsta þing, og þrátt fyrir flensu þá náði ég að taka þátt í nefndastörfum af fullum krafti og var samgöngunefnd fyrir valinu, enda er staðsetning flugvallarins mér mikið hjartansmál.  Mörg mál voru á borði þessarar nefndar og ekki voru menn alltaf sammála en alltaf var hægt að komast að niðurstöðu sem flestir voru sáttir við og gengu menn ánægðir frá störfum. 

 Í dag var kosið um formann, varaformann og í miðstjórn.  Sennilega voru mestu tíðindin voru sterkstaða kvenna í miðstjórnarkjörinu en 8 af 11 sem náðu kjöri voru konur sem hljóta að vera nokkur tíðindi fyrir "karlaflokkinn" eins og einhverjir hafa viljað kalla flokkinn.  Minni tíðindi urðu í kjöri um formennina enda bauð enginn sig fram gegn sitjandi forystu enda gott fólk þar á ferð.  Held ég reyndar að betri leiðtoga en Geir sé erfitt að finna hvorki hérlendis né annarsstaðar, og ekki er varaformaðurinn af verri endanum og saman mynda þau sterka forystu sem að ég held að muni leiða þjóðina áfram í rétta átt.

Að lokum vil ég fá að þakka fyrir þetta einstaka tækifæri sem það er að fá að taka þátt í svona starfi og vona að mér veitist sá heiður aftur á næsta þingi.  Einnig vill ég fá að þakka öllu því góða fólki sem að var með mér í nefndinn fyrir góða og málefnalega umræðu.


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlyn á þing! Four more years

Kristján (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband