Æ, til hvers?

Þá er það orðið ljóst Ómar ennætlar að reyna að komast á þing og gera landið enn grænna, og hefur hann með sér hana Margréti Sverris sem að sagði skilið við Frjálslinda, eða var það öfugt? og Stuðmanninn Jakop Frímann. 

Allt hljómar mjög vel og allir sætir og fínir og ætla sér stóra hluti í vor, en er í alvöru þörf fyrir einn svona flokk enn sem fljótt á litið ekki hafa neitt annað hlutverk en að fella sitjandi stjórn og vera á móti.  Persónulega er ég ekki mjög hræddur við þetta nýja afl á miðjunni held reyndar að þetta eigi eftir að styrkja Sjálfstæðisflokkinn því að ég held að þeir eigi bara eftir að tína atkvæði frá hinum litlu flokkunum. 

 Ég heyrði endann á vitali sem Ómar og Margrét voru í á Rás 2.  Þar kepptust þau við að grípa frammi fyrir hvort öðru og tala um hvað þau væru frábær(sem þau eru eflaust) og segja frá því hvað ríkisstjórnin hefði verið dugleg að ljúga að okkur, um Kárahnúka, Írak og "umhverfisvænar" virkjanir á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi.  Allt gott og blessað e er fólk ekkert orðið þreytt á umræðu um Kárahnjúk og Írak, verður þetta veruleikinn sem blasir við ef Íslandshreyfingin kemst til valda?

En samt þá óska ég Íslandshreyfingunni (grænt framboð) góðs gengis í komandi kosningum.  Ekki veitir af því.  En æ til hvers?


mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband